Fréttasafn



21. maí 2018 Almennar fréttir

Hvað borða erlendir ferðamenn?

Hvað borða erlendir ferðamenn? er yfirskrift opins kynningarfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 24. maí á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 8.30-10.00.

Dagskrá

  • Hvað borða erlendir ferðamenn? – niðurstöður kannana Gallup og Maskínu - Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb
  • Hvers virði er að erlendir ferðamenn borði íslenskan mat? - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Matarauðurinn okkar og matarferðaþjónusta. - Brynja Laxdal, framkvæmdastjóri Matarauðs Íslands

Fundarstjóri er Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding.

Aðgangur er ókeypis en áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku á heimasíðu Bændablaðsins. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Bændablaðsins.
Radstefna