Fréttasafn



27. nóv. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Starfsumhverfi

Hvaða tækifæri felast í að fá erlenda sérfræðinga til Íslands?

Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir opnum rafrænum fundi miðvikudaginn 2. desember kl. 12.00 um tækifærin sem felast í að fá fleiri erlenda sérfræðinga til landsins í hátæknistörf. Fundinum er streymt á Facebook.

Á Íslandi starfa hundruð erlendra sérfræðinga hjá fjölmörgum hugverka- og nýsköpunarfyrirtækjum. Á fundinum verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi og hvað það er helst sem laðar þá hingað.

Dagskrá

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Work in Iceland – nýtt kynningarmyndband frumsýnt
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech
  • Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu, er fundarstjóri.
Work_in_Iceland_auglysing_loka