Fréttasafn



9. maí 2018 Almennar fréttir

Hvar má gámurinn vera?

Álitaefni um stöðuleyfi - Hvar má gámurinn vera? er yfirskrift opins fundar sem Samtök iðnaðarins efna til næstkomandi þriðjudag 15. maí kl. 8.30-10.00 í Kviku í Borgartúni 35. Á fundinum verður fjallað um stöðuleyfi en upp hafa komið ýmis álitaefni um framfylgd sveitarfélaga á ákvæðum byggingarreglugerðar um stöðuleyfi og af því tilefni gaf Mannvirkjastofnun út leiðbeiningar um umsókn stöðuleyfa á síðasta ári. Farið verður yfir þær reglur sem gilda og þau álitamál sem uppi eru. 

Fundarstjóri er Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Dagskrá

  • Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI - Stöðuleyfi fyrir gáma á atvinnulóðum – ferill málsins
  • Ingibjörg Halldórsdóttir, lögmaður hjá Land lögmenn - Ákvæði byggingarreglugerðar um stöðuleyfi
  • Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nokkur álitaefni varðandi kröfur sem sveitarfélög gera til gáma á atvinnulóðum
  • Umræður og fyrirspurnir

Heitt á könnunni frá kl. 8.15.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.