Fréttasafn16. mar. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Hvatar til rannsókna og þróunar mikilvægasta Covid-aðgerðin

Rætt er við Árna Sigurjónsson, formann SI, og Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Dagmálum á mbl.is um vaxtartækifæri í iðnaði og helstu áskoranir sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir. Sigurður segir að 2018 og 2020 hafi mjög stór skref verið stigin í að auka hvata til rannsókna og þróunar og það sjáist í tölunum að fjárfesting í rannsóknum og þróun hafi aukist samstundis. „Á Iðnþingi fengum við að heyra sögur frá Controlant um að þessi aðgerð sem ráðist var í á upphafstdögum Covid hefði algjörlega gert gæfumuninn fyrir það fyrirtæki. Controlant er að verða eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins á næstu árum ef áætlanir ganga eftir og það óx mjög í covid. Það var ráðist í þessa stækkun eða þessa aukningu á tímum covid. Við höldum því fram að þessi fjárfesting sé mögulega mikilvægasta Covid-aðgerð ríkisstjórnarinnar og við færðum rök fyrir því að í stað þess að senda fólk heim á hlutabótaleið þá ætti að leyfa fólki að halda áfram að vinna og halda áfram þessu þróunarstarfi til að byggja undir verðmætasköpun og hagvöxt framtíðar.“ 

Í þættinum segir Árni frá helstu áskorunum sem íslenskur iðnaður stendur frammi fyrir. Hann nefnir meðal annars orkuöflunin sem sé lykilatriði Árni ísegirmikilvægt að stigin verði raunveruleg skref til aukinnar orkuöflunar í landinu. Allar greiningar sýni þörfina fyrir aukna framleiðslu, ekki aðeins til þess að efla iðnaðinn í landinu heldur einnig til að geta staðið við fyrirhuguð orkuskipti sem stjórnvöld ætla sér að ná að fullu í gegn að sautján árum liðnum. Því miður virðist íslenskt samfélag of mikið bíða þess að eitthvað gerist í stað þess að taka af skarið. Helstu samkeppnisþjóðir séu komnar á fulla ferð, en hér á landi sé upphitunin vart hafin segir Árni. 

Hér er hægt að nálgast þáttinn og horfa á viðtalið við Árna og Sigurð.

Dagmál / ViðskiptaMogginn,15. mars 2023.