Fréttasafn12. nóv. 2020 Almennar fréttir Menntun

Hvatningarstyrkir til ungs fólks í iðn- og kennaranámi

Hvatningarsjóður Kviku hefur úthlutað styrkjum á þessu ári til ungs fólks í iðn- og kennaranámi fyrir skólaárið 2020-2021. Í ár voru það sjö iðnnemar og fimm kennaranemar sem hlutu styrki samtals að fjárhæð 10 milljónir króna. Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Skortur er á iðn- og kennaramenntuðu starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla. 

Styrkina hlutu eftirtaldir:

 • Vilborg Lilja Bragadóttir - Klæðskurður og búningagerð við Bournemouth háskóla
 • Heba Lind Halldórsdóttir - Húsgagnasmíði og húsgagnabólstrun við Tækniskóla Íslands
 • Díana Rós Brynjudóttir - B stig skipstjórnar við Tækniskóla Íslands
 • Sigþór Árni Heimisson - Húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri
 • Albert Ingi Lárusson - Pípulagningar við Tækniskóla Íslands
 • Gerður Björg Harðardóttir - B stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri
 • Ásgrímur Þór Kjartansson - C stig vélstjórnar við Tækniskóla Íslands
 • Axel Guðmundur Arason - Grunnskólakennsla eldri barna við Háskóla Íslands
 • Ellen Alfa Högnadóttir - Grunnskólakennsla við Háskóla Íslands
 • Jóhanna María Bjarnadóttir - Grunnskólakennsla yngri barna við Háskóla Íslands
 • Gunnar Möller - Framhaldsskólakennsla við Háskóla Íslands
 • Hafdís Shizuka Iura - Grunnskólakennsla eldri barna við Háskóla Íslands

Kvika-Hvatningarsjodir-2020-002-