Fréttasafn



18. mar. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Hvatningarviðurkenningar á Nýsköpunarmóti Álklasans

Á Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið var í vikunni veitti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, v hvatningarviðurkenningar til fimm nemendaverkefna: 

  • Aðalsteinn Bragason, Ingvar Birgir Jónsson og Sverrir Ólafsson, frá Stóriðjuskóla Ísal, fyrir verkefnið Straummælingar skauta framkvæmdar úr skautskiptitækjum.
  • Áslaug Guðmundsdóttir, frá Háskóla Íslands, fyrir verkefnið Straummælingar forskauta í kerskálum álvera.
  • Berglind Höskuldsdóttir, frá Háskólanum í Reykjavík, fyrir verkefnið Innleiðing á rauntímaefnagreiningu í kerskála álvers.
  • Diljá Heba Petersen, frá KTH og Háskóla Íslands, fyrir verkefnið Í átt að hringrásarhagkerfi: Meðhöndlun úrgangs í íslenskum orkufrekum iðnaði.
  • Sarah Elizabeth Di Bendetto, frá Háskólanum í Reykjavík, fyrir verkefnið Hermun á loftstreymi og varmaflutningi undir yfirbyggingu rafgreiningarkers fyrir álframleiðslu.

Að Nýsköpunarmóti Álklasans standa Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök iðnaðarins og Samál. Stuðningsaðilar hvatningarviðurkenninganna eru Alcoa Fjarðaál, Efla, Íslandsstofa, Landsbankinn, Mannvit, Norðurál, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rio Tinto á Íslandi, Samál og Samtök iðnaðarins.

Mótið var sent í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík og er hægt að horfa á upptöku hér.