Fréttasafn19. sep. 2022 Almennar fréttir Menntun

Hvatningasjóður Kviku úthlutar styrkjum til nemenda

Styrkjum úr Hvatningarsjóði Kviku var úthlutað til 5 iðnnema og 6 kennaranema fyrir skólaárið 2022-2023. Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins. Á myndinni eru styrkþegar ásamt Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku banka, lengst til vinstri, og Árna Sigurjónssyni, formanni SI, lengst til hægri.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. „Hvatningarsjóðurinn er nú að úthluta styrkjum í fimmta skipti en sjóðurinn var stofnaður árið 2018. Á þessum fimm árum sem sjóðurinn hefur verið starfandi hefur verið virkilega ánægjulegt að fylgjast með þeirri miklu aukningu umsókna í bæði iðn- og kennaranám. Við erum feykilega stolt af framlagi okkar til þessarar jákvæðu þróunar og vonumst til þess að sjá enn meiri aukningu á komandi árum. Þá vil ég sérstaklega þakka samstarfsaðilum okkar, Samtökum iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytinu, fyrir þeirra ómetanlega vinnuframlag í þessu verkefni.“

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins: „Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að menntakerfið mæti þörfum atvinnulífsins og kröfum framtíðarinnar. Því teljum við mikilvægt að vegur iðnnáms verði sem mestur. Það er því með mikilli ánægju sem við tökum þátt í að hvetja og styrkja ungt fólk í iðnnámi. Öllum styrkþegum óskum við til hamingju um leið og við óskum þeim velfarnaðar í þeim fjölbreyttu verkefnum sem framundan eru.“

Eftirtaldir hlutu styrki: 

 • Aníta Theodórsdóttir, nemi í fataiðn/klæðskeranámi við Tækniskólann
 • Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir, meistaranemi í hagfræðikennslu (fjármálalæsi) fyrir framhaldsskólanema við Háskóla Íslands
 • Bjarki Guðmundsson, meistaranemi við kennaradeild Háskóla Íslands í grunnskólakennslufræði með áherslu á tónmennt
 • Guðmundur Hjalti Jónsson, iðnnemi við Borgarholtsskóla
 • Heiða Harðardóttir, nemi í húsgagnabólstrun við Tækniskólann
 • Helgi Björn Agnarsson, nemi í húsasmíði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
 • Hrannar Rafn Jónasson, meistaranemi í kennslufræði við Háskóla Íslands
 • Ingimundur Guðmundsson, meistaranemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á stærðfræði fyrir grunnskólanema
 • Íris Ragnarsdóttir, nemi í rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Suðurlands
 • Linda Karen Gunnarsdóttir, nemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á kennslu náttúrugreina í grunnskóla
 • Óskar Finnur Gunnarsson, nemi í kennslufræði við Háskóla Íslands með áherslu á grunnskólakennslu yngri barna