Fréttasafn11. jún. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Hvatt til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði

Í frétt mbl.is um nýtt frum­varp fé­lags­málaráðherra um svo­kölluð hlut­deild­ar­lán sem ætlað er að auðvelda fólki að kaupa sína fyrstu fast­eign kemur fram að Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, sé já­kvæður í garð frum­varps­ins. Í fréttinni er vísað í mál Sigurðar á blaðamannafundi ráðherra þar sem kom fram að marksaðsbrest­ur hafi verið í bygg­ing­amarkaði þar sem byggðar séu dýr­ari íbúðir en kallað sé eft­ir. Úrræðið sé skil­yrt við svo­kallað hag­kvæmt hús­næði, og há­marks­verð fyr­ir til­tekn­ar stærðir íbúða sett í reglu­gerð, því sé hvatt til upp­bygg­ing­ar á hag­kvæmu hús­næði.

Þá segir jafnframt í fréttinni að ríkið fái öfl­ugt hag­stjórn­ar­tæki en stefnt sé að því að byggðar verði 400 hag­kvæm­ar íbúðir sem falli und­ir verk­efnið á ári hverju, en mögu­legt sé að stýra fram­boðinu á þann hátt að aukið sé við bygg­ing­ar­magn þegar krepp­ir að og dregið úr þegar upp­gang­ur er í efna­hags­líf­inu. „Þannig er dregið úr sveifl­um á bygg­ing­ar­markaði sem leiðir til hag­kvæm­ari upp­bygg­ing­ar og meiri skil­virkni,“ seg­ir Sig­urður á mbl.is. Bygg­ing­ar­markaður hafi lengi verið sveiflu­kennd­ari en hag­kerfið í heild, sem hafi í för með sér að fyr­ir­tæki þurfi til skipt­is að ráða til sín fólk og kaupa tæki þegar vel árar, en segja upp fólki og selja frá sér þegar krepp­ir að.

mbl.is, 11. júní 2020.

Mbl.is-11-06-2020