Fréttasafn



14. nóv. 2016 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hvenær eru umbúðir nauðsyn og hvenær sóun?

Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI, flytur erindi á málþingi sem Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun standa fyrir í næstu viku.

Umbúðir - hvenær nauðsyn og hvenær sóun? er yfirskrift málþings sem Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun standa fyrir fimmtudaginn 24. nóvember í austurhluta Tjarnarsalarins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 8.30-12.00. Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI, flytur erindi á málþinginu um hlutverk umbúða og leiðir til að lágmarka notkun. 

Dagskrá málþingsins:  

  • Ávarp Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur  
  • UMBÚÐIR OG UMHVERFIÐ  Kristín Linda Árnadóttir frá Umhverfisstofnun 
  • HLUTVERK UMBÚÐA OG LEIÐIR TIL AÐ LÁGMARKA NOTKUN Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins   
  • HLUTVERK OG VALD SVEITARFÉLAGA Í AÐ DRAGA ÚR UMBÚÐAAUSTRI Eygerður Margrétardóttir frá Reykjavíkurborg 
  • ÖRKYNNINGAR Á UMHVERFISVÆNNI UMBÚÐUM Fulltrúar framleiðenda og innflytjenda 
  • KAFFI OG VÖRUKYNNINGAR 
  • EFNI, UMBÚÐIR, SAMHENGI Garðar Eyjólfsson frá Listaháskóla Íslands 
  • UMBÚÐIR OG MATVÆLI Óskar Ísfeld frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 
  • UMBÚÐANOTKUN HJÁ VEITINGASÖLUM Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir frá Gló og Rakel Eva Sævarsdóttir frá Borðinu  

Fundarstjóri verður Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.

Skráning á málþingið.