Fréttasafn19. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Í raun er iðnskólakerfið sprungið

Það var farið í átak til að kynna þau miklu tækifæri sem felast í iðnnámi og hindrunum var rutt úr vegi, t.d. varðandi verklega hlutann, aðgang að háskólum og fjölmörg önnur atriði, þannig að fólk hefur flikkst að náminu en staðan er sú að 600 til 1.000 umsóknum er núna hafnað á hverju ári undanfarin ár. þetta er enginn smáfjöldi. Á sama tíma sárvantar iðnmenntað fólk á vinnumarkaðinn. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, meðal annars í viðtali í Bítinu á Bylgjunni um stöðu iðnnáms á Íslandi.

Sigurður segir að þetta séu að einhverju leyti vaxtarverki en að öðru leyti var þetta fyrirséð og við spurðum skólana sérstaklega að því hverjir flöskuhálsarnir væru hjá þeim og þá kemur í ljós að stærsti flöskuhálsinn er einfaldlega húsnæði. Það er pláss fyrir um 4.900 nema og það er eiginlega alveg fullnýtt. Í öllum stóru skólunum er húsnæðið fullnýtt og meira til. Þeir eru að taka við fleiri nemendum en skólarnir fá borgað fyrir. en það eru örfáir minni skólar sem eru ekki fullnýttir en þar er framboð af námsgreinum minna. Í raun má segja að kerfið sé sprungið. 

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni.

Bylgjan, 19. desember 2023.