Fréttasafn  • Borgartún 35

13. apr. 2016 Almennar fréttir

Í stjórn SI er hlutfall kvenna 40%

Hlutfall kvenna í stjórn Samtaka iðnaðarins er 40% en af tíu stjórnarmönnum eru fjórar konur og formaður samtakanna er kona. Þó enginn kynjakvóti sé fyrir hendi þá vilja fyrirtækin sem að samtökunum standa hafa hlutfall kynjanna sem jafnast. Þegar horft er til starfsmanna samtakanna þá eru starfandi álíka fjöldi karla og kvenna. Samtök iðnaðarins eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og af þeim sex stjórnarsætum í SA sem SI getur tilnefnt eru tvær konur. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir í viðtali á RÚV vera hlynnt því að taka upp kynjakvóta í stjórnum samtakanna og hún segir það skipta máli að raddir beggja kynja heyrist.

 

Hér má lesa viðtalið í heild sinni