Íbúðatalning SI skiptir máli fyrir fjármögnun verka
Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, ræðir um íbúðatalningu Samtaka iðnaðarins í hlaðvarpi Iðunnar. Það er Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri hjá Iðunni, sem ræðir við Friðrik en í samtalinu kemur meðal annars fram að talning íbúða í byggingu skipti miklu máli fyrir félagsmenn SI ekki síst þegar horft sé til fjármögnunar verka. Í máli Friðriks kemur fram að fjármálastofnanir verði að hafa aðgang að nákvæmum upplýsingum til að geta tekið raunhæfar ákvarðanir varðandi fjármögnun. Friðrik segir það ekki ásættanlegt ef verk stoppi á röngum forsendum. Í samtali þeirra kemur fram að Friðrik hóf árið 2007 að keyra á milli byggingasvæða og telja nýbyggingar eftir ákveðnum stöðlum en nú sé Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komin í samvinnu við SI með talninguna. Í hlaðvarpinu ræða þeir Friðrik og Ólafur einnig um framboð lóða á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum.
Hér er hægt að nálgast viðtalið við Friðrik.