Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018
Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018 en viðurkenningin var afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu í dag. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, afhenti verðlaunin. Á myndinni eru auk ráðherra, Ásdís Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri, og Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri.
Iceland Travel er leiðandi ferðaskrifstofa í móttöku erlendra ferðamanna sem byggir á áratuga reynslu. Ársveltan stefnir í 14 milljarða króna og farþegar sem koma til Íslands á vegum Iceland Travel eru eitt hundrað og fimmtíu þúsund. Hjá fyrirtækinu starfa 200 manns og hafa átta af hverjum tíu starfsmanna lokið háskólaprófi, flestir af viðskipta, ferðamála- eða tungumálabrautum. Mikil áhersla er lögð á menntun starfsmanna og hefur fræðslustarfið verið rekið undir merkjum Iceland Travel skólans. Þar kenna fjölmargir sérfræðingar á sínu sviði námskeið og halda fyrirlestra. Skólinn hefur einnig verið vettvangur fyrir starfsfólk að miðla af þekkingu sinni og reynslu.
Nánar á vef SA.