Fréttasafn28. apr. 2017 Almennar fréttir Menntun

IÐAN fær verðlaun fyrir framkvæmd á raunfærnimati

IÐAN fræðslusetur hlaut aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat sem haldin var í Árósum í Danmörku. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framkvæmd á raunfærnimati og voru verkefni frá sjö löndum tilnefnd.

Í ár var aðaláhersla lögð á ávinning raunfærnimats fyrir þátttakendur og var IÐAN hlutskörpust. Í tilkynningu frá IÐUNNI segir að verðlaunin séu frábær viðurkenning fyrir starf undanfarinna ára og gott veganesti til framtíðar. Fyrir miðri mynd má sjá Hildi Elínu Vigni, framkvæmdastjóra IÐUNNAR með viðurkenninguna.