Fréttasafn



14. sep. 2017 Almennar fréttir Menntun

IÐAN og SI sameinast um fundaröð um fjórðu iðnbyltinguna

Fjórða iðnbyltingin - gögn í stað gufu er yfirskrift fundaraðar sem IÐAN fræðslusetur í samvinnu við Samtök iðnaðarins standa fyrir í vetur. Fyrsti fundurinn verður haldinn 28. september næstkomandi í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 kl. 8.30-10.00. Á fjórum fundum verður fjallað um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og þau tækifæri sem í henni felast. Farið verður yfir framtíðarhorfur, stefnur og hugtök sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. 

Hér er hægt að skrá sig.

Fundaröðin:

  • 28. september - Hvað er fjórða iðnbyltingin? Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við HR
  • 12. október - Eru róbótarnir að taka yfir? Kristinn Andersson, prófessor í rafmagnsverkfræði í HÍ
  • 16. nóvember - Er gervigreindin greind? Yngvi Björnsson, prófessor í tölvunarfræði við HR
  • 5. desember - Hvaða gagn er í gögnum? Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Marel

Bein útsending verður frá fundunum á vef IÐUNNAR og vef SI.