Fréttasafn



20. nóv. 2017 Almennar fréttir Menntun

Iðn-, raun- og tæknigreinar kynntar fyrir nemendum

Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á Norðurlandi vestra var boðið að sækja starfakynningu í Bóknámshúsi FNV þar sem um 30 fyrirtæki af svæðinu kynntu starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi hjá þeim. Áherslan var á iðn-, raun- og tæknigreinar og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri verkefnisins, segir á vefsíðu Feykis að markmiðið hafi verið að fá sem flest fyrirtæki til að taka þátt og kynna sín störf og hvatinn hafi verið sú umræða sem verið hefur í samfélaginu að það vanti starfsfólk í þessar greinar. „Ef maður skoðar atvinnuauglýsingar þá sést að stanslaust er verið að auglýsa eftir fólki í akkúrat þessar greinar. Bæði hafa samtök atvinnulífsins og iðnaðarins verið að hvetja skóla og fyrirtæki til að kynna greinarnar,“

Nánar á Feyki.

Feykir