Fréttasafn



15. apr. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið Starfsumhverfi

Iðnaðarlögin til umræðu á fundi Málarameistarafélagsins

Málarameistarafélagið stóð fyrir félagsfundi í Húsi atvinnulífsins  í morgun þar sem rætt var meðal annars um iðnaðarlögin. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, héldu erindi. 

Að erindunum loknum sköpuðust góðar umræður um iðnaðarlögin, skilgreiningu á leppun og til hvaða aðgerða best sé að grípa til þegar um brot á lögunum er að ræða. Fundargestir voru sammála um mikilvægi þess að félagið stígi fram með góðu fordæmi og fræðslu sem ýti undir aukna fagmennsku og gæði í greininni. Aðalfundur Málarameistarafélagsins fer fram 8. maí og verða þá niðurstöður umræðunnar bornar undir þann fund.

490845158_677241698325235_8290406065973323490_n

490439556_1048952637126640_7201709276880420984_n