Fréttasafn



31. ágú. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Iðnaðarsýningin 2023 í Laugardalshöll

Iðnaðarsýningin 2023 sem haldin er í samstarfi við SI fer fram í Laugardalshöll dagana 31. ágúst til 2. september. Helstu svið sýningarinnar verða: mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir.

Opnunartímar sýningarinnar eru eftirtaldir:

  • Fimmtudagur 31. ágúst kl. 14-19
  • Föstudagur 1. september kl. 10-18
  • Laugardagur 2. september kl. 10-17

Rafrænt boðskort hefur verið sent á alla félagsmenn SI. Ef sendingin hefur misfarist er hægt að hafa samband við mottaka@si.is.

Í Morgunblaðinu segir Árni Sigurjónsson, formaður SI, um sýninguna að tækifærin væru mörg í iðnaði og ráðast þurfi í mikla uppbyggingu á húsnæðismarkaði vegna húsnæðisskorts sem blasi við. 

Morgunbladid-01-09-2023

Morgunblaðið, 1. september 2023.