Iðnaðarsýningin 2025 í Laugardalshöllinni opnar í dag
Iðnaðarsýningin 2025 opnar í Laugardalshöllinni í dag og stendur yfir næstu þrjá daga. Á sýningunni er fjöldi fyrirtækja sem kynnir vörur og þjónustu og spannar iðnað á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Iðnaðarsýningin er unnin í samstarfi við Samtök iðnaðarins.
Rafrænt boðskort hefur verið sent á alla félagsmenn SI. Ef sendingin hefur misfarist er hægt að hafa samband við mottaka@si.is.
Opnunartími sýningarinnar:
- Fimmtudagur 9. október kl. 14-19
- Föstudagur 10. október kl. 10-18
- Laugardagur 11. október kl. 10-17
Á mbl.is er hægt að nálgast viðtal við Ólaf M. Jóhannesson, framkvæmdastjóra sýningarinnar, sem segir að sýningin sé mjög fjölbreytt í ár. „Þar er um að ræða mannvirki, orku, framleiðslu, hugverk og grænar lausnir, svo eitthvað sé nefnt. Þarna verða bæði stór og gróin fyrirtæki úr iðnaði en líka ný fyrirtæki sem eru að hasla sér völl og gætu orðið stór í framtíðinni, sem er mjög skemmtilegt.“
Hér er hægt að nálgast Sóknarfæri, blað sem er gefið út í tengslum við Iðnaðarsýninguna.