Fréttasafn10. mar. 2021 Almennar fréttir

Iðnaður mun veita viðspyrnu umfram umfang sitt

Það hefur verið aðdáunarvert að sjá hvernig félagsmenn hafa náð að halda uppi sköpun verðmæta við einstaklega erfiðar og krefjandi aðstæður. Á undraskömmum tíma tókst fyrirtækjum að umbylta starfsemi sinni til að takast á við breyttan veruleika, veruleika sóttvarna og samkomutakmarkana. Með heimavinnu, fjarfundum, breytingum á rýmum, hólfaskiptingum í framleiðslu og öðru því sem til þurfti tókst í meginatriðum að halda uppi starfsemi. Eftir síðasta efnahagsáfall veitti iðnaður viðspyrnu umfram umfang sitt og það mun hann svo sannarlega gera nú ef rétt er á málum haldið. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi Árna Sigurjónssonar, formanns SI, á rafrænum aðalfundi Samtaka iðnaðarins, fyrri hluta Iðnþings, sem fram fór fyrir hádegi fimmtudaginn 4. mars. 

Hann sagði einnig að eins undarlega og það hljómi hafi árið 2020 þó á margan hátt verið býsna farsælt þar sem mikill árangur hafi náðst í fjölmörgum áherslumálum Samtaka iðnaðarins. Megi þar nefna lækkun tryggingagjalds, átakinu Allir vinna var hleypt af stokkunum, auknum fjármunum var veitt til iðn- og starfsnáms, margvíslegar kerfis- og reglubreytingar voru gerðar á iðn-, starfs- og tækninámi, breytingar voru gerðar á mannvirkjalögum er lúta að eftirliti og flokkun mannvirkja, framlög til innviðauppbyggingar voru stóraukin og aukning varð á öðrum opinberum framkvæmdum. Þá hafi náðsst markverður árangur í nýsköpunarmálum á þessu ári nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. 

Á fundinum fór Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, yfir starfsemi samtakanna síðastliðið ár, helstu niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal félagsmanna og reikninga samtakanna.

Á aðalfundinum voru einungis viðstaddir stjórnarmenn og starfsmenn fundarins en aðrir félagsmenn voru rafrænt á fundinum. Á fundinum var tilkynnt um úrslit kosninga en kosið var um fjögur sæti í stjórn og voru frambjóðendur sjö. Niðurstaða kosninganna var að stjórn SI situr óbreytt fram til næsta aðalfundar. 

Hér er hægt að nálgast glærur frá fundinum.

Hér er hægt að nálgast ársskýrslu SI.

Forsida_1615387847371

Ljósmyndirnar tók Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-3Árni Sigurjónsson, formaður SI. 

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-9Stjórn og starfsmenn fundarins voru í Húsi atvinnulífsins en aðrir félagsmenn voru rafrænt á fundinum.

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-7

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-6Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Sigurður R. Ragnarsson hjá ÍAV.

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-2Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli og Ágúst Þór Pétursson hjá Mannviti. 

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-11Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá CRI.

Si_adalfundur_hyl_2021_prent-13Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_adalfundur_hyl_2021-12

Si_adalfundur_hyl_2021-17Guðbjörg Helga Hjartardóttir, lögmaður hjá Logos, var fundarstjóri. 

Si_adalfundur_hyl_2021-10

Si_adalfundur_hyl_2021-14Starfsmenn fundarins, talið frá vinstri, Þórður Höskuldsson hjá Outcome, Steinunn Þórðardóttir, lögfræðingur hjá SI, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. 

Si_adalfundur_hyl_2021-15Kjörstjóri, Haraldur Þór Ólason, lýsti kjöri meðstjórnenda.