Fréttasafn



29. ágú. 2018 Almennar fréttir

Iðnaður skapar 23% landsframleiðslunnar

Íslenskur iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Skapaði greinin tæplega 23% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2017 eða um 582 ma.kr. Lætur því nærri að iðnaður hafi á því ári skapað eina af hverjum fjórum krónum sem urðu til innan íslenska hagkerfisins. Ef með er tekið óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira. Iðnaður er því ein af megin undirstöðum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.

Hlutur-idnadar-i-landsframleidslu3

Hlutur-idnadar-i-landsframleidslu_1535535502164

Hér er hægt að nálgast greiningu SI í heild sinni.