Fréttasafn



28. sep. 2018 Almennar fréttir

Iðnaður skapar 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins

Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði nema 355 milljörðum króna og skapa þar með 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Tekjurnar eru af fjölbreyttri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu-, hugverka- og byggingariðnaðar. 
Ál, álafurðir og kísiljárn er umfangsmesti einstaki hluti í útflutningi iðnaðarvara með tæplega 220 milljarða króna gjaldeyristekjur í fyrra. Gjaldeyristekjur af útflutningi annarra iðnaðarvara námu rúmlega 60 milljörðum króna. Gjaldeyristekjur af útflutningi þjónustu á sviði iðnaðar námu 76 milljörðum króna. Ber þar helst að nefna hugverkaiðnað en greinin hefur verið í talsverðum vexti undanfarin ár og voru gjaldeyristekjur þeirrar greinar 66 milljarðar króna í fyrra. Gjaldeyristekjur af erlendum verkefnum m.a. á sviði byggingastarfsemi og mannvirkjagerðar námu 9 milljörðum króna.
Gjaldeyristekjur
Hér er hægt að nálgast greiningu SI um gjaldeyristekjur.