Fréttasafn



30. mar. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Iðnaðurinn vel í stakk búinn fyrir auknar framkvæmdir

Áform ríkisstjórnarinnar um innspýtingu í hagkerfið eru mikilvæg fyrir samfélagið og hagkerfið, segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í helgarútgáfu Morgunblaðsins þar sem fjallað er um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru sem mun auka mjög framkvæmdir á sviði samgöngumála. 

Sigurður segist ekki telja að verktakar mundu eiga í vandræðum með að útvega tæki og mannskap til nýrra framkvæmda. Hann bendir á að talsverður samdráttur væri í fjölda íbúða í byggingu, sérstaklega á fyrstu byggingarstigum eins og kemur fram í nýrri talningu Samtala iðnaðarins. Hann segir það vísbendingu um að verktakar væru í öðrum verkefnum, eða að það væri slaki. „Þess vegna er iðnaðurinn mjög vel í stakk búinn fyrir auknar framkvæmdir og getur vel sinnt auknum verkefnum.“

Morgunblaðið, 28. mars 2020.