Iðnnemar fá dvalarleyfi á Íslandi með breyttum lögum
Á Alþingi voru samþykktar breytingar á útlendingalöggjöfinni sem dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, lagði fyrir þingið sem kveður á um að heimilt verði að veita iðnnemum dvalarleyfi á Íslandi á meðan þeir eru í námi. Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu kallað eftir að þessa breytingar verði gerðar á lögunum.
Með breytingunum verður heimilað að veita útlendingum dvalarleyfi hér á landi vegna iðnnáms eða annars viðurkennds starfsnáms á framhaldsskólastigi. Um er að ræða lög um útlendinga, nr. 80/2016. Nánar er hægt að lesa um málið á vef Alþingis.