Fréttasafn



5. mar. 2019 Almennar fréttir

Iðnþing 2019 er viðburður í jafnvægi

Iðnþing 2019 sem fram fer næstkomandi fimmtudag er viðburður í jafnvægi og hefur fengið Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Í tilkynningu til samtakanna segir að samtökin sýni jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og séu þar með fyrirmynd annarra sem komi að viðburðahaldi í orkugeiranum. Það er ánægjulegt fyrir Samtök iðnaðarins að fá þessa viðurkenningu en áhersla er lögð á að leitast við að hafa sem jafnast hlutfall kynja á viðburðum samtakanna og viðurkenningin er hvatning um að hafa það ávallt í huga við undirbúning viðburða.

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi - Jafnréttisstimpil KÍO“. 

Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir viðburði sem hafa til þessa fengið Jafnréttisstimpilinn.