Fréttasafn



5. mar. 2018 Almennar fréttir

Iðnþing í Hörpu á fimmtudaginn

Það styttist í Iðnþing 2018 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn næstkomandi 8. mars kl. 13.30 - 17.00. Hér er hægt að skrá sig.

„Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina“ er yfirskrift Iðnþings að þessu sinni. Í tengslum við Iðnþing gefa Samtök iðnaðarins út ítarlega skýrslu með sama heiti sem fjallar um samkeppnishæfni Íslands og helstu áskoranir.

Á þinginu koma saman ráðherrar og leiðtogar aðildarfyrirtækja samtakanna til að ræða um samkeppnishæfni Íslands þegar horft er til menntunar, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. Samkeppnishæfni ríkja breytist stöðugt og því er stefnumótun mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Með skýrri sýn og eftirfylgni má vinna að raunverulegum umbótum í samfélaginu og efla samkeppnishæfni Íslands. Þannig er lagður grunnur að auknum lífsgæðum landsmanna. Í umræðunum á þinginu á meðal annars að leita svara við því hver eru mikilvægustu verkefnin til að ná árangri og hvernig bregðast þarf við helstu áskorunum.

Í upphafi þingsins flytja ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá eru umræður í fjórum pallborðum sem verður stjórnað af þeim Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi SI, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs SI. Í lok þingsins flytur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, erindi. 

Myndir-af-folkinu


Auglysing-med-myndum