Fréttasafn



7. jún. 2017 Almennar fréttir

Ingólfur Bender er nýr hagfræðingur SI

Ingólfur Bender hefur verið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og hefur hann þegar hafið störf.

Ingólfur hefur frá árinu 2000 starfað sem forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka og sem aðalhagfræðingur bankans. Fyrir þann tíma starfaði hann sem hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sem kennari við Háskóla Íslands, sem hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu og á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Ingólfur er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í hagfræði frá sama skóla. 

Jón Bjarni Gunnarsson, framkvæmdastjóri SI, segir það mikinn feng fyrir samtökin að fá Ingólf til starfa. „Við þekkjum vel til Ingólfs frá fyrri árum þegar hann var hagfræðingur samtakanna um árabil. Ingólfur hefur mikla þekkingu á íslensku efnahagslífi og er vel að sér um þær áskoranir sem atvinnulífið stendur frammi fyrir. Það er því verðmætt fyrir Samtök iðnaðarins og aðildarfyrirtæki samtakanna að fá svo reyndan hagfræðing til liðs við sig.“