Fréttasafn



20. jún. 2023 Almennar fréttir Menntun

Ísland keppir í 11 greinum á Euroskills 2023 í Póllandi

Ísland tekur þátt í eftirfarandi ellefu greinum í Euroskills 2023 sem fer fram í Gdansk í Póllandi 5.-9. september: Pípulögnum, matreiðslu, bakstri, framreiðslu, kjötiðn, hárgreiðslu, rafvirkjun, rafeindavirkjun, iðnaðarrafmagn (industrial control), trésmíði og grafískri miðlun.

Keppnin fer fram í AMBEREXPO höllinni í Gdansk. Keppendur verða líklega um 600 talsins frá 31 Evrópulandi og munu keppa eða sýna færni sína í 45 til 50 iðn- og verkgreinum. Þá er von á um 100 þúsund gestum á keppnina.

Keppendur og sérfræðingar geta sótt um styrki til Rannís fyrir keppnina. Hægt er að hafa samband við inga@idan.is.