Ísland niður um fjögur sæti í samkeppnishæfni
Í árlegri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja kemur fram að Ísland hefur fallið niður um fjögur sæti, fer úr 20. sæti í 24. sæti. Það sem þykir helst fréttnæmt í úttektinni er að Bandaríkin eru á toppi listans og ná þar með toppsætinu af Hong Kong sem fellur í annað sætið. Í fyrstu fimm sætunum eru auk Bandaríkjanna og Hong Kong, Singapore, Holland og Sviss.
Danmörk, Noregur og Svíþjóð ná inn á topp 10 listann, Danmörk í 6. sæti, Noregur í 8. sæti og Svíþjóð í 9. sæti. Finnland er í 16. sæti. Ísland er því töluvert að baki hinum Norðurlandaþjóðunum í þessari úttekt.
Hér er hægt að nálgast gögn IMD.
Á vefsíðu Viðskiptaráðs er hægt að nálgast kynningu úttektarinnar á samkeppnishæfni Íslands.