Fréttasafn



19. nóv. 2019 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Ísland upp í 7. sæti á lista IMD

Ísland er í 7. sæti í árlegri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni 63 ríkja sem mæld eru. Ísland stekkur upp úr 16. sæti frá fyrri mælingu á síðasta ári. Ríkin eru metin út frá þáttum sem taldir eru hafa áhrif á samkeppnishæfni. Horft er til vísbendinga sem mæla hversu vel ríkjum tekst að viðhalda, skapa og laða til sín mjög hæft vinnuafl.

Í sætunum fyrir ofan Ísland raðast löndin þannig að í fyrsta sæti er Sviss, í öðru sæti Danmörk, Svíþjóð er í þriðja, Austurríki í fjórða, Lúxemborg í fimmta sæti og Noregur í því sjötta. Mexikó, Brasilía, Venezúela og Mongólía raðast í botnsætin.

Hér er hægt að nálgast skýrslu IMD.