Ísland upp um tvö sæti í samkeppnishæfni
World Economic Forum, WEF, hefur gefið út nýja skýrslu um samkeppnishæfni meðal 138 hagkerfa. Í skýrslunni kemur fram að þrjú samkeppnishæfustu hagkerfin eru Sviss, Singapore og Bandaríkin. Ísland hefur færst upp um tvö sæti á listanum og er nú í 27. sæti. Í síðustu mælingu var Ísland í 29. sæti. Hin Norðurlöndin eru frekar ofarlega á listanum en Svíþjóð fer upp um þrjú sæti og er nú í 6. sæti, Finnland dettur niður um tvö sæti og er í 10 sæti. Engar breytingar eru hjá Noregi sem er í 11. sæti og Danmörku sem er í 12. sæti. Á eftir Íslandi kemur Kína í 28. sæti. Yemen er í síðasta sæti listans. Nýsköpunarmiðstöð Íslands var í samstarfi við WEF um framkvæmdina hér á landi.
Skýrslan er á vef WEF .