Íslandi heimilt að ákvarða stefnu um landbúnaðarafurðir
„Það leiðir af dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins að dýnamísk túlkun er ekki í boði þegar 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins er beitt. Ég get ekki ímyndað mér að henni verði hnekkt. Það er alveg ljóst að samningsríki EES-samningsins vildu ekki að hann tæki til vissra hluta hagkerfa sinna, þá helst sjávarútvegs og landbúnaðar, þegar þau gerðust aðilar að samningnum,“ segir Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, meðal annars í frétt Morgunblaðsins um lögfræðiálit hans sem unnið var fyrir Samtök fyrirtækja í landbúnaði, SAFL. Í frétt Morgunblaðsins segir að tilefnið sé nýleg lagabreyting Alþingis á búvörulögum en henni sé ætlað að greiða fyrir samstarfi kjötframleiðenda og hagræðingu í íslenskum landbúnaði. Baudenbacher bendi í áliti sínu meðal annars á að 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins innihaldi almenna undantekningu frá gildissviði EES-réttar hvað varði framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða og þar með talið reglur samningsins um samkeppnismál og ríkisaðstoð. Íslandi sé heimilt að ákvarða stefnu sína um framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða, þ.m.t. kjötafurða, óháð ákvæðum EES-samningsins. EES-samningurinn bindi ekki hendur Íslands til að ákvarða stefnu sína varðandi undanþágur frá samkeppnisreglum við framleiðslu og vinnslu á kjötafurðum og öðrum landbúnaðarafurðum.
Morgunblaðið, 6. júní 2024.
mbl.is, 6. júní 2024.