Fréttasafn16. mar. 2017 Almennar fréttir Menntun

Íslandsmót iðn- og verkgreina hefst í Laugardalshöll í dag

Íslandsmót iðn- og verkgreina hefst í Laugardalshöll í Reykjavík í dag og stendur til laugardags. Um 150 keppendur taka þátt í Íslandsmótinu og verður keppt í 21 iðngrein en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Það er Verkiðn – Skills Iceland sem halda utan um Íslandsmótið. Búist er við um 8 þúsund grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk alls staðar að af landinu sem ætla að kynna sér námsmöguleika og fjölbreytni iðngreina. 

VerkidnÁ laugardeginum eru fjölskyldur boðnar sérstaklega velkomnar. Gefst þá tækifæri til að snerta og upplifa ýmislegt skemmtilegt sem snertir nám og störf í iðn- og verkgreinum. Team Spark kynnir rafmagnsbíl og einnig verður í boði að smakka kræsingar sem útbúnar hafa verið í keppninni.  

Opnunartími:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14, fjölskyldudagur, fræðsla og fjör

Nánar á vefsíðunni Verkiðn.is.