Íslandsmót iðn- og verkgreina í mars á næsta ári
Mín framtíð 2023 er yfirskrift Íslandsmóts iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynninga sem verða dagana 16.-18. mars 2023 í Laugardalshöll í samstarfi Verkiðnaðar við Mennta- og barnaráðuneyti, sveitarfélög og fagfélög iðn- og verkgreina.
Mín framtíð er mikilvægur viðburður fyrir nemendur sem eru að ljúka grunnskólanámi til þess að þeir átti sig vel á þeim möguleikum sem standa þeim til boða í námi á framhaldsskólastigi. Áhugi og metnaður keppenda veitir innblástur og kveikir forvitni um iðn- og verknám.
Hér er hægt að skrá þátttöku í keppninni.
Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar Íslandsmótsins, Inga Birna Antonsdóttir og Kristjana Guðbrandsdóttir, í gegnum netfangið verkefnastjorn@verkidn.is.
Áætluð dagskrá:
Fimmtudagur 16. mars
• Keppni 08:00 -16:00
• Grunnskólanemendur í heimsókn 09:00 - 14:00
Föstudagur 17. mars
• Keppni 08:00 - 16:00
• Grunnskólanemendur í heimsókn 09:00 - 14:00
Laugardagur 18. mars
• Keppni 09:00 - 14:00
• Sýningarsvæði verður opið fyrir almenning frá til kl. 9:00 – 16:00

