Fréttasafn



8. nóv. 2016 Almennar fréttir

Íslandsmót iðn- og verkgreina liður í að efla iðnmenntun

 

Verkiðn heldur Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars á næsta ári. Þá kynna framhaldsskólar námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt og starfsfólk þeirra veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Verkiðn miðar að því að kynna og efla iðnmenntun á Íslandi og hvetja til alþjóðlegrar vitundar og samstarfs með skipulagningu Íslandsmóts iðn-og verkgreina og þátttöku í alþjóðlegum mótum af sama toga. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanema á iðn- og verknámi og þeim fjölmörgu tækifærum sem nám í greinunum hefur upp á að bjóða. 

Keppendur á mótinu takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Dómarar fara yfir verkefnin að keppni lokinni, meta gæðin og velja þá sem skara fram úr í hverri grein.

Viðburðurinn er á Facebook.