Fréttasafn22. mar. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Íslensk framleiðsla og hönnun í öndvegi á Iðnþingi

Á Iðnþingi SI sem var sent beint út frá Silfurbergi í Hörpu í byrjun mánaðarins var íslensk framleiðsla og hönnun sett í öndvegi þar sem safnað var saman úrvali af íslenskum húsgögnum, textíl, mottum, ljósum og skrautmunum. Þar var meðal annars að finna húsgögn frá Á. Guðmundssyni og Sólóhúsgögnum, kollinn Fuzzy sem Sigurður Már Helgason hannaði og Sindra-stólinn sem Ásgeir Einarsson hannaði. Hafa Samtök iðnaðarins lengi talað fyrir því að íslensk hönnun og framleiðsla verði fyrir valinu þegar opinberar byggingar eru innréttaðar. Á myndunum hér til hliðar má jafnframt sjá hringlaga borðlampa frá Fólk Reykjavík sem Theodóra Alfreðsdóttir hannaði og ferhyrndan lampa sem Ragna Þórunn Ragnarsdóttir á heiðurinn af. Einnig var komið fyrir nokkrum værðarvoðum úr íslenskri ull frá Ístex. Gólfmotturnar voru hannaðar af Sigrúnu Láru Shanko og skrautmunir á sviði vasar frá Fólk Reykjavík eftir Ólínu Rögnudóttir, vaðfuglar úr tré eftir Sigurjón Pálsson og púðinn Knot eftir Ragnheiði Ösp. Leikmyndahönnuðurinn Aron Bergmann Magnússon sá um sviðsmyndina.

Si_idnthing_2021_husgogn-1

Si_idnthing_2021_husgogn-3

Si_idnthing_2021_husgogn-10

Si_idnthing_2021_husgogn-9

Si_idnthing_2021_husgogn-4

Si_idnthing_2021_husgogn-1_1616412074602

Si_idnthing_2021_husgogn-5

Si_idnthing_2021_husgogn-6

Si_idnthing_2021_husgogn-2

Si_idnthing_2021-31Umræðum á þinginu stýrði Logi Bergmann. Hér eru þátttakendur Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri Mótx, Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK og Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB. 

Si_idnthing_2021-16_1616496142064Háu borðin og stólarnir eru íslensk framleiðsla og hönnun frá Á. Guðmundsson. Logi Bergmann ræðir hér við Jónínu Guðmundsdóttur, forstjóra Coripharma, og Orra Hauksson, forstjóra Símans.

Si_idnthing_2021-34_1616496303803Hér ræðir Logi Bergmann við Fidu Abu Libdeh, forstjóri GeoSilica, og Eyjólf Magnús Kristinsson, forstjóra atNorth.