Fréttasafn14. sep. 2016 Iðnaður og hugverk

Íslenskar húðvörur ORF líftækni seldar í Harrods

Nú er hægt að fá íslensku húðvörurnar BIOEFFECT sem ORF líftækni framleiðir í stórversluninni Harrods í London. Í samtali við Kristinn D. Grétarsson, forstjóra ORF líftækni, á Vísi kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods að því er hann best viti og þetta sé mjög ánægjulegur áfangasigur. 

Verslunin Harrods var stofnuð árið 1834 og er stærsta verslun sinnar tegundar í Evrópu með 330 mismunandi söludeildir í 90 þúsund fermetra húsnæði.

BIOEFFECT er núna selt í yfir þúsund sölustöðum í þrjátíu löndum. Vörurnar fóru nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum og næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala hefst í október.

Nánar á visi.is: http://www.visir.is/fyrsta-islenska-varan-i-harrods/article/2016160919500