Fréttasafn



23. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslensk framleiðsla til umræðu á fyrsta Framleiðsluþingi SI

Fyrsta Framleiðsluþing SI verður haldið 6. desember í Hörpu kl. 8.00-11.00. Á Íslandi er fjölbreyttur og umfangsmikill framleiðsluiðnaður sem skapar fjölda starfa og mikinn gjaldeyrir. Íslensk framleiðsla er einn af burðarásum hagkerfisins þar sem mikilvæg verðmæti verða til. Á þessu fyrsta Framleiðsluþingi SI verður leitast við að svara því hver eru helstu tækifæri og áskoranir þeirra sem framleiða íslenskt. Af þessu tilefni kemur sérfræðingur frá Dansk Industri til landsins og gefur innsýn í hvað danskir framleiðendur hafa gert til að skapa vörum sínum sérstöðu innanlands og utan. Hér er hægt að skrá sig.

Fyrirlesarar

Dagskrá

  • Setning Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Ávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Verðmæt íslensk framleiðsla Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Made in Iceland Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI
  • Hvað er íslenskt? Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
  • Vilja neytendur íslenskt? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
  • Er nægt hillupláss fyrir íslenska framleiðslu? Jón Björnsson, forstjóri Festi
  • Made in Denmark Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri
  • Helstu tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda - Pallborðsumræður Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs - Eyjólfur Eyjólfsson, forstjóri Axis - Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus - Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fundarstjóri er Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, sem jafnframt stýrir umræðum í pallborði.

Allir velkomnir. Þingið hefst kl. 8.30 og boðið er upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.