Fréttasafn



3. maí 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Íslensk hátæknifyrirtæki fá kynningu á NCI Agency

Utanríkisráðuneytið, Landhelgisgæsla Íslands, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) bjóða íslenskum hátæknifyrirtækjum til morgunverðarfundar þar sem kynntir verða möguleikar á að selja vörur og þjónustu og bjóða í verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðanna. Fundurinn fer fram í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 9. maí kl. 8.30.

NCI Agency veitir stofnunum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðunum fjölþætta fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu, þ.m.t. hugbúnaðargerð, ráðgjöf, fjarskiptaþjónusta, hönnun tækni- og fjarskiptabúnaðar, netvarnir og öll önnur tengd verkefni og þjónusta. 

NCI Agency mun einnig kynna NITEC19 ráðstefnuna sem haldin verður í Osló 20.-22. maí þar sem saman koma allir helstu tæknisérfræðingar Atlantshafsbandalagsins, bandalagsþjóðanna og iðnaðarins. Norðurslóðir verða í brennidepli ráðstefnunnar í ár. 

Kynningarfundur fyrir verk- og tæknimenntaða sérfræðinga - atvinnumöguleikar

Einnig bjóða Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslu Íslands til kynningarfundar fyrir verk- og tæknimenntaða sérfræðinga þar sem kynntir verða atvinnumöguleikar fyrir íslenska ríkisborgara hjá NCI Agency. Kynningarfundurinn fer fram fimmtudaginn 9. maí kl. 12.30 í Víkingasal (4&5) á Hótel Reykjavík Natura. Boðið verður upp á léttar veitingar

NCI Agency er með höfuðstöðvar í Haag í Hollandi og fjölda útibúa í aðildarríkjunum. Stofnunin veitir fjölþætta fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðirnar þ.m.t. hugbúnaðargerð, ráðgjöf, fjarskiptaþjónusta, hönnun tækni- og fjarskiptabúnaðar, netvarnir og öll önnur tengd verkefni, þjónusta og kennsla. 

Hataeknifyrirtaeki3