27. jún. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Íslensk sprotafyrirtæki geta sótt um tæknihraðal í Silicon Valley

Íslensk sprotafyrirtæki geta nú sótt um að taka þátt í tæknihraðlinum TINC sem fram fer í Silicon Valley. TINC var upphaflega þróað í samstarfi við norsk tæknifyrirtæki, fjárfesta og tengslanet sérfræðinga í Silicon Valley. Verkefnið er aðgengilegt íslenskum, norskum, finnskum og sænskum fyrirtækjum sem hafa þróað tæknilausn sem komin er inn á norrænan markaði og eru tilbúin fyrir stærri skref í gegnum TINC. Umsóknarfrestur er til 14. júlí næstkomandi en hraðallinn fer fram í Silicon Valley dagana 16. október - 10. nóvember.

Markmið hraðalsins er að veita tæknisprotum aðgang að þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vaxa hraðar og með minni áhættu. Fyrirtækin sem verða valin þurfa að standa undir kostnaði við ferðir og uppihald tveggja starfsmanna í fjórar vikur í Bandaríkjunum en fá styrk sem stendur undir námskeiðsgjaldinu. Á síðasta ári fóru tvö íslensk fyrirtæki, Huxun og Watchbox, til Silicon Valley í gegnum TINC hraðalinn.

Hægt er að sækja um á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.