Fréttasafn13. sep. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Íslensk sprotafyrirtæki geta sótt um þátttöku í Nordic Scalers

Icelandic Startups í samstarfi við Samtök iðnaðarins voru með fund í Húsi atvinnulífsins fyrr í dag þar sem verkefnið Nordic Scalers var kynnt fyrir áhugasömum fundargestum. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, og Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, voru frummælendur á fundinum.

Nordic Scalers er samnorrænt verkefni þar sem völdum fyrirtækjum býðst tækifæri til að tengjast nokkrum reyndustu frumkvöðlum Norðurlandanna og stjórnendum fyrirtækja en verkefnið er ætlað að styðja lengra komin sprotafyrirtæki við að sækja á erlenda markaði. Til að eiga kost á þátttöku þurfa fyrirtæki að lágmarki að hafa náð €2m veltu á ári eða fengið sambærilega fjármögnun. 

Íslensk sprotafyrirtæki hafa möguleika á að sækja um en óskað er eftir fyrirtækjum með fullbúna vöru sem eru að huga að alþjóðlegri markaðssókn. Um fimm til tíu vaxtarfyrirtæki af Norðurlöndunum verða valin til þátttöku í fyrstu lotu verkefnisins sem hefst í desember og spannar sex mánaða tímabil. 

Nordic-Scalers1Nordic-Scalers4Nordic-Scalers3