Fréttasafn



25. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenska bakaralandsliðið stóð sig með prýði í Stokkhólmi

Íslenska bakaralandsliðið keppti í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi um helgina. Í viðtali við Ragnheiði Héðinsdóttur, viðskiptastjóra matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, á mbl.is kemur fram að Íslendingar hafi ekki átt landslið í bakstri fyrr en að íslenska liðið hafi staðið sig með prýði þó það hafi ekki lent á verðlaunapalli. Liðið frá Noregi sigraði í keppninni og og danska liðið sigraði í keppninni um besta skrautstykkið. Keppt var í þremur flokkum; brauðgerð, gerð sætra smástykkja og gerð skrautstykkis úr ætilegu hráefni. Þema keppninnaar voru kvikmyndir og var bökurunum frjálst að velja hvað sem er innan þess þema. Íslenska liðið valdi kvikmyndina Mary Poppins og voru öll keppnisstykkin tengd myndinni á einhvern hátt.

„Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður á mbl.is. „Þetta var mjög skemmtilegt og afskaplega lærdómsríkt fyrir okkur öll.“ Hún segir að liðið muni halda ótrautt áfram, en í liðinu eru 6 ungir bakarar. Þjálfari bakaralandsliðsins er Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Landsliðið keppti á vegum Landssambands bakarameistara, LABAK, við lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. 

Íslenska bakaralandsliðið talið frá vinstri: Ásgeir Þór Tómasson, þjálfari liðsins, Anna Magnea Valdimarsdóttir, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Birgir Þór Sigurjónsson, Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, Stefán Hrafn Sigfússon og Daníel K. Ármannsson.

Nánar á mbl.is

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndarinn Odd Stefán tók af keppendum í undirbúningnum fyrir keppnina ásamt nokkrum stykkjum sem liðið bakaði. Þar á meðal er svart brauð innblásið af sóturunum í kvikmyndinni Mary Poppins.

DSC_6471DSC_6423DSC_6437DSC_6445DSC_6431DSC_6426DSC_6438DSC_6427DSC_6424