Íslenska menntatæknifyrirtækið Evolytes meðal 50 fremstu í heimi
Evolytes, íslenskt nýsköpunarfyrirtæki á sviði menntatækni, hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og verið valið í hóp 50 fremstu fyrirtækja heims í keppninni GSV Cup 50. Listinn er hluti af GSV Summit, einni stærstu ráðstefnu heims á sviði menntatækni og nýsköpunar, og dregur að sér fjárfesta, frumkvöðla og sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum. Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI segir að Samtök iðnaðarins fagni þessum árangri og telja þróun og útflutning menntatæknilausna mikilvægan hluta af framtíðarvexti íslensks hugverkaiðnaðar. Menntatækni sameini þekkingu, nýsköpun og samfélagsleg áhrif og skapi þannig verðmæti bæði innanlands og erlendis.
GSV Cup 50 listinn byggir á mati á nýsköpunargildi, áhrifum á menntakerfi og alþjóðlegum vaxtartækifærum. Þessi viðurkenning staðfestir að íslenskt menntatæknifyrirtæki stendur jafnfætis þeim fremstu á heimsvísu.
Gagnvirk stærðfræðinámsefni í tveimur bekkjum grunnskólum
Evolytes hefur þróað stafrænt og gagnvirkt stærðfræðinámsefni sem er í notkun til reynslu í tveimur árgöngum grunnskóla um allt land. Námið byggir á leikjum, þátttöku og einstaklingsmiðun, með það að markmiði að efla skilning, áhuga og jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræði. Innbyggður matsferill er í kerfinu, svo skólayfirvöld geta séð hvernig árgangar standa hverju sinni. En Andvari – farsældarhraðli – tryggði öllum grunnskólum aðgang að kerfinu haustið 2025, til eins árs.
Í kjölfar innleiðingar námsefnisins var efnt til keppni á meðal skóla og tókst það svo vel til að nemendur virkustu skólanna, reiknuðu dæmi sem svaraði dæmum sem nemur þremur námsbókum á sex vikum.
Mikilvæg viðurkenning á íslenskri nýsköpun
Valið á Evolytes í hóp GSV Cup 50 opnar möguleika fyrir frekari útbreiðslu íslenskrar menntatækni á alþjóðamarkaði. Fyrirtækið er í fararbroddi í þróun á lausnum sem byggja á sálfræðilegri þekkingu á námsferlum, gagnvirkri endurgjöf og leikjaaðferðum sem virkja áhuga nemenda, efla formúlulæsi og efla trú þeirra á eigin getu.


