Fréttasafn25. jan. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Íslenski byggingavettvangurinn leitar að verkefnastjóra

Íslenski byggingavettvangurinn, BVV, leitar að nýjum verkefnastjóra en um er að ræða samstarfsvettvang Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar , Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR. Þess má geta að í vikunni undirritaði forstjóri FSR, Guðrún Ingvarsdóttir, ásamt fulltrúum hinna stofnaðilanna samkomulag um áframhaldandi starfsemi BVV til næstu þriggja ára. Tilgangur vettvangsins er að efla samkeppnishæfni innan byggingageirans, auka framleiðni og nýsköpun, stuðla að faglegri mannvirkjagerð og skila virðisauka fyrir þá sem þar starfa.

Á vef Capacent er hægt að fá nánari upplýsingar um starfið.