Fréttasafn24. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenskir áfengisframleiðendur komu saman á fundi hjá SI

Íslenskir áfengisframleiðendur komu saman til fundar hjá SI á fimmtudaginn í síðustu viku. Góð mæting var á fundinn með 15 manns en stefnt er að því að stofna starfsgreinahóp áfengisframleiðenda til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum. Guðný Káradóttir, forstöðumaður matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs hjá Íslandsstofu, kynnti markaðsstarf Íslandsstofu erlendis fyrir íslenskar drykkjarvörur. Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís, sagði frá alþjóðlegu samstarfsverkefni sem m.a. býður upp á ýmsa fræðslu fyrir áfengisframleiðendur en í kornrækt á Norðurslóð felast tækifæri í framleiðslu áfengra drykkja. Í lok fundarins var farið yfir verkefni SI á sviði áfengisframleiðslu.