Fréttasafn12. sep. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenskir dagar fram á sunnudag

Íslenskir matvælaframleiðendur og verslanir hafa tekið höndum saman og blása til íslenskra daga 12.-15. september í Hagkaup, Krónunni, Nóatúni, Bónus, Nettó, Melabúðinni, Kjörbúðinni og Kjöthöllinni. 

Í verslununum verður vakin er athygli á úrvali íslenskra matvara frá SS, Pottagöldrum, Kjörís, Ölgerðinni, Ali, Rúbín, Víking brugghús, Nóa Siríus, Te og kaffi, Prima, Norðlenska, MS, Kjarnafæði, Stjörnu, Íslenskt lamb, Íslenskt naut, Kaffitári, Myllunni, Kornaxi, Móðir náttúru og íslenskum grænmetisbændum. Auk þess sem Landssamband bakarameistara er þátttakandi í íslenskum dögum.

Islenskir-dagar_12-15-september-2019