Fréttasafn



22. sep. 2016 Mannvirki

Íslenskir iðnaðarmenn snúa heim

Vöxtur er nú í byggingariðnaði hérlendis og hefur hópur iðnaðarmanna sem fluttu utan eftir hrun snúið til baka. Í frétt ViðskiptaMoggans segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, að hann kannist við að fyrirtæki í byggingariðnaði séu að ráða til starfa iðnaðarmenn sem flutt höfðu utan eftir hrunið. „Já, þess verður vart að fyrirtæki í byggingariðnaði nái að manna ný verkefni meðal annars með iðnaðarmönnum sem eru að flytjast heim á ný,“ segir Árni. 

Einnig er haft eftir Svani Karli Grjetarssyni, framkvæmdastjóra byggingafélagsins Mótx ehf að það sé hluti af innviðum hvers samfélags að hafa yfir nægum mannafla og sérþekkingu að ráða til að byggja landið. Hann segir að vinnumarkaðurinn hér á landi standist vel samanburð við það sem þekkist ytra. „Duglegt fólk getur komist hér í góð laun.“

Nánar á mbl.is .