Fréttasafn



1. nóv. 2018 Almennar fréttir

Íslenskt gjörið svo vel

Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Bændasamtök Íslands hafa tekið höndum saman í nýju átaksverkefni sem hefur hlotið nafnið Íslenskt – gjörið svo vel. Tilgangur átaksverkefnisins er að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum og auka stolt þeirra. Átök sem þessi hafa verið reglulega undanfarin ár en til viðbótar við hefðbundnar leiðir verða landsmenn hvattir til að mæla með sínum uppáhaldsvörum fyrir erlenda gesti.

Íslendingar eru gestrisin þjóð og hið nýja átak gefur landsmönnum kost á að tilnefna þær vörur sem þeir myndu mæla með við erlenda gesti. Á vefsíðunni www.gjoridsvovel.is eru íslenskar vörur í aðalhlutverki. Aðilar verkefnisins hafa safnað þar saman íslenskum vörum úr ýmsum áttum og bjóða Íslendingum að setja saman lista af þeim vörum sem þeir telja að enginn gestkomandi megi missa af. Þeim listum er hægt að deila á samfélagsmiðlum. Veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem gera lista og deila á samfélagsmiðlum. 

Fyrirtæki sem framleiða eða selja íslenskar vörur geta tekið þátt í átakinu. Miðað er við vörur sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í fánalögum. Þau fyrirtæki og þeir framleiðendur sem taka þátt í átakinu fá aðgang að myndmerki þess og geta nýtt það á umbúðir, heimasíður, samfélagsmiðla eða annað kynningarefni sitt.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um myndmerkið.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um vinningana. 

Bladaauglysing_opna