Fréttasafn15. mar. 2019 Almennar fréttir

Íslenskt - gjörið svo vel fær tilnefningu FÍT

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til FÍT-verðlaun­anna 2019. Meðal tilnefninga er Íslenskt - gjörið svo vel sem Stefán Einarsson hjá Hvíta húsinu hannaði. Tilnefningin er í opnum stafrænum flokki. Á vef FÍT er hægt að skoða allar tilnefningarnar. FÍT sem stendur fyrir Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. 

Íslenskt - gjörið svo vel er átaksverkefni ætlað að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarinsSamtaka verslunar og þjónustuSamtaka atvinnulífsins og Bændasamtaka Íslands.

Tilnefning-FIT