Fréttasafn



8. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Íslenskt mannvirki fær alþjóðlega viðurkenningu

Landslag, sem er aðili að Samtökum iðnaðarins, hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize en þau eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru í landslagsarkitektúr. Verðlaunin fékk Landslag fyrir hönnunarverkefni sem er tröppustígur upp á Saxhól á Snæfellsnesi en Saxhóll er lítill gígur, 45 m hár, miðja vegu milli Hellna og Rifs. 

Í frétt Vísis af verðlaununum segir að dómnefndin hafi tekið íslenska verkefnið fram yfir átta önnur, þar á meðal tvö risastór kínversk verkefni og eitt stórt frá Mexíkó. Rosa Barba verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er haft eftir landslagsarkitekt hjá Landslagi að þetta sé í fyrsta skipti sem íslenskir landslagsarkitektar fái slíka viðurkenningu.

Á vef Vísis er hægt að lesa nánar um Landslag og viðurkenninguna.

Saxholl5Starfsfólk Landslags og makar í tröppustígnum á Saxhól.

Saxholl2

Saxholl3
Saxholl4